Hæfileikakeppni Íslands

SkjárEinn og MBL leiða saman hesta sína í metnaðarfullu verkefni sem ber heitið Hæfileikakeppni Íslands. Keppnin hófst formlega mánudaginn 27. febrúar þegar opnað var fyrir umsóknir inn á mbl.is. Keppendur hafa sent inn upptökur af sér sem dómarar munu svo velja úr. Bestu atriðin verða svo sýnd í fimm undanþáttum á SkjáEinum sem framleiddir eru af Saga Film. Þættirnir fara í loftið 30. mars næstkomandi en sjötti þáttur sem jafnframt er úrslitaþáttur verður sýndur við upphaf maímánaðar í beinni útsendingu þar sem sigurvegari verður kosinn af þjóðinni með dyggri aðstoð dómnefndar keppninnar. Dómnefndina skipa Anna Svava Knútsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en Sóli Hólm verður kynnir.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þorbjörg Alda Marinósdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband