Færsluflokkur: Bloggar

Sóli bregður á leik í Hæfileikakeppni Íslands!

Sóli mun bregða sér í hin ýmsu gervi í þáttunum sem hefjast annað kvöld kl. 21:15 á SkjáEinum. Hvorum finnst ykkur hann líkari og hverjir eru mennirnir ? 

DSC_9902DSC_9914

Styttist í fyrsta þáttinn...

Jæja, þá styttist í fyrsta þáttinn. Mikill spenningur í loftinu. Undirritaður bjóst ekki við öllum þessum fjölda , ungs hæfileikafólks. Virkilega ánægður með þátttökuna. Greinilega mikið af "talentum" á Íslandi.

Nú sitja Þór Freysson og félagar hjá Sagafilm, sveittir, að klippa fyrsta þáttinn. Verður gaman að sjá útkomuna.

Kveðja,

Þorvaldur Davíð


Það er eitthvað svo töff við poilaroid myndir!

 Við létum smella nokkrum af okkur við tökur um síðustu helgi. Myndir af öllum keppendum má svo finna inn á facebook síðu Hæfileikakeppni Íslands. 

  

steinunn_olina

thorvaldur_david

anna svava

solmundur_holm

Flott sviðsmynd!

Takk kæru keppendur fyrir frábæra helgi. Tökurnar tókust vel og sviðsmyndin kom mjög vel út.

 

DSC_9708


STUÐ OG STEMMING!

650x150_folk01Tökurnar hefjast stundvíslega kl 9 í fyrramálið hjá Sagafilm og verða fram eftir kvöldi og allan sunnudaginn.

Ljósmyndari verður á staðnum og myndar alla keppendur. Þetta verður stuð! Hlökkum til að sjá ykkur öll sem komust áfram - og til hamingju. Nú er bara spurning um hver verður milljón ríkari 4 apríl!

 


Dómararnir ... og Sóli!

Dómnefndin

Anna Svava

Leikkonunni Önnu Svövu Knútsdóttur er margt til lista lagt. Á stuttum ferli hefur hún komið víða við en meðal verkefna eru áramótaskaup, sjónvarpsþáttaraðir, barnaefni og bækur. Hún hefur getið sér gott orð fyrir uppistand sitt Dagbók Önnu Knúts en Anna Svava er einnig vinsæll veislustjóri. Anna rær nú á ný mið sem dómari í stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi. Verkefnið leggst vel í hana enda virðist fjölbreyttur bakgrunnur hennar henta einstaklega vel í keppni sem þessa.

Steinunn Ólína

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar. Hún hefur leikið burðarhlutverk í fjölda íslenskra leikrita og kvikmynda en hefur einnig komið fram í stórum erlendum kvikmyndum. Hún hefur stjórnað sjónvarpsþáttum, skrifað og leikið í áramótaskaupum og gefið út metsölubók. Steinunn Ólína ryðst að nýju inn í sviðsljósið eftir viðburðaríka dvöl í Los Angeles og tekur að sér hlutverk dómara í Hæfileikakeppni Íslands. Steinunn Ólína hefur ekki tekið að sér sambærileg verkefni áður en er að sögn gríðarlega spennt fyrir keppninni.

Þorvaldur Davíð

Þorvald Davíð Kristjánsson þekkja allir, enda hefur hann verið á leiksviði eða fyrir framan tökuvélar frá unga aldri. Hann er eini Íslendingurinn sem útskrifast hefur úr leiklistardeild hins virta Julliard listaháskóla. Þorvaldur hefur leikið í mörgum af stærstu söngleikjum og leikritum sem sett hafa verið upp hérlendis, talsett fjölda teiknmynda og leikið í kvikmyndum. Spennutryllirinn Svartur á leik var frumsýnd nú á dögunum en Þorvaldur Davíð leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem hefur fengið afar góðar viðtökur. Þorvaldur Davíð er klár í slaginn sem dómari í stærstu hæfileikakeppni sem fram hefur farið á Íslandi ? enda er auðvelt fyrir mann með hans bakgrunn að koma auga á hæfileika.

Umsjónarmaður þáttarins - Sólmundur Hólm

Umsjónarmaður keppninnar er uppistandarinn og eftirherman Sólmundur Hólm. Sóla þekkja landsmenn úr skemmtanabransanum en hann er vinsæll veislustjóri og hefur farið vítt og breitt með uppistand sitt. Sóli hefur einnig gert það gott sem liðstjóri í skemmtiþáttunum HA? sem sýndir eru á SkjáEinum. Sóli verður í burðarhlutverki í Hæfileikakeppni Íslands en þar mun hann kynna til leiks þá hæfileikaríku einstaklinga sem ætla sér að hreppa verðlaunaféð sem telur eina milljón króna.


84 þúsund like!

Myndböndin streyma inn í Hæfileikakeppni Íslands á mbl.is en á sjötta hundrað myndbanda eru komin í keppnina. Myndböndin eru hafa fengið yfir 84. þúsund like og því greinilegt að efnið er að fara vel í landann.

Lokað verður fyrir innsendingar á miðnætti í kvöld og hefjast þættirnir kl 21:15 á SkjáEinum þann 30. mars. Ert þú búin/n að tryggja þér áskrift? Smelltu þér inn á Skjárinn.is og við opnum samdægurs!


Frábær þáttaka!

Við erum í skýjunum með þáttökuna en vel á sjötta hundrað myndbönd hafa borist í keppnina en lokað verður fyrir innsendingar á miðnætti 14 mars! Ert þú búin að senda inn?

Næstu helgi verða svo atriðin sem komast áfram tekin upp - stuð og stemming :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband