Dómararnir ... og Sóli!

Dómnefndin

Anna Svava

Leikkonunni Önnu Svövu Knútsdóttur er margt til lista lagt. Á stuttum ferli hefur hún komið víða við en meðal verkefna eru áramótaskaup, sjónvarpsþáttaraðir, barnaefni og bækur. Hún hefur getið sér gott orð fyrir uppistand sitt Dagbók Önnu Knúts en Anna Svava er einnig vinsæll veislustjóri. Anna rær nú á ný mið sem dómari í stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi. Verkefnið leggst vel í hana enda virðist fjölbreyttur bakgrunnur hennar henta einstaklega vel í keppni sem þessa.

Steinunn Ólína

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar. Hún hefur leikið burðarhlutverk í fjölda íslenskra leikrita og kvikmynda en hefur einnig komið fram í stórum erlendum kvikmyndum. Hún hefur stjórnað sjónvarpsþáttum, skrifað og leikið í áramótaskaupum og gefið út metsölubók. Steinunn Ólína ryðst að nýju inn í sviðsljósið eftir viðburðaríka dvöl í Los Angeles og tekur að sér hlutverk dómara í Hæfileikakeppni Íslands. Steinunn Ólína hefur ekki tekið að sér sambærileg verkefni áður en er að sögn gríðarlega spennt fyrir keppninni.

Þorvaldur Davíð

Þorvald Davíð Kristjánsson þekkja allir, enda hefur hann verið á leiksviði eða fyrir framan tökuvélar frá unga aldri. Hann er eini Íslendingurinn sem útskrifast hefur úr leiklistardeild hins virta Julliard listaháskóla. Þorvaldur hefur leikið í mörgum af stærstu söngleikjum og leikritum sem sett hafa verið upp hérlendis, talsett fjölda teiknmynda og leikið í kvikmyndum. Spennutryllirinn Svartur á leik var frumsýnd nú á dögunum en Þorvaldur Davíð leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem hefur fengið afar góðar viðtökur. Þorvaldur Davíð er klár í slaginn sem dómari í stærstu hæfileikakeppni sem fram hefur farið á Íslandi ? enda er auðvelt fyrir mann með hans bakgrunn að koma auga á hæfileika.

Umsjónarmaður þáttarins - Sólmundur Hólm

Umsjónarmaður keppninnar er uppistandarinn og eftirherman Sólmundur Hólm. Sóla þekkja landsmenn úr skemmtanabransanum en hann er vinsæll veislustjóri og hefur farið vítt og breitt með uppistand sitt. Sóli hefur einnig gert það gott sem liðstjóri í skemmtiþáttunum HA? sem sýndir eru á SkjáEinum. Sóli verður í burðarhlutverki í Hæfileikakeppni Íslands en þar mun hann kynna til leiks þá hæfileikaríku einstaklinga sem ætla sér að hreppa verðlaunaféð sem telur eina milljón króna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband